Tækniárið 2015 verður spennandi

Hraðari þróun snjallsímatækni
Greiður aðgangur notenda að hugbúnaði og efni verður aðalmálið í þróun snjallsímatækni. Núna gildir að þróa lausnir fyrir notendur sem þeir geta nýtt við margvíslegar aðstæður og tilefni í stað þess að einblína á tækin sjálf.Hvað gerist þegar allir hlutir eru nettengdir?
Gartner fjallar um það sem hefur verið kallað Internet of Things sem vísar til samtengingu allra hluta við Internetið. Þessi þróun mun halda áfram samkvæmt Gartner og skapa stórum sem smáum fyrirtækjum ný tækifæri til tekjusköpunar og hagræðingar. Nú þegar eru komin fram dæmi þar sem að þessi tækni skapi möguleika á því að fyrirtæki leigi framleiðslutæki til skamms tíma eða þá að ökumenn kaupi tryggingu fyrir einstakar ökuferðir.
Jim Grubb sem er Chief Demonstration Officer hjá Cisco hélt áhugaverðan fyrirlestur um þessi mál á Haustráðstefnunni.Þrívíddarprentun
Gartner spáir því að sala á þrívíddarprenturum muni tvöfaldast á árinu 2015 og aftur verði tvöföldun á sölu þeirra á árinu 2016. Ný not fyrir þrívíddarprentun á sviði iðnaðar, líftækni og neysluvara munu drífa áfram þessa eftirspurn. Vafalaust eru enn til staðar tækifæri og not fyrir þessa tækni sem við höfum enn ekki gert okkur grein fyrir sem munu skila framþróun og sparnaði í iðnaði og framleiðslu. Á Haustráðstefnu Advania var fjallað um hvernig þrívíddarprentun hefur auðveldað verulega undirbúning flókinna skurðaðgerða hér á landi og sparað bæði tíma og fjármagn í úrlausn og eftirfylgni slíkra aðgerða.Greining gagna
Gagnamagn sem á uppruna sinn innan og utan fyrirtækja eykst stöðugt og tala menn um enn frekari nýtingu á því sem kallað hefur verið „Big Data“ í þessu samhengi þvi enn eru óvirkjaðar gagnalindir sem geta skapað ógrynni af upplýsingum. Á meðal þeirra eru til dæmis kvittanir úr viðskiptakerfum, aflestur orkumæla, hitamöppun í verslunum, nettengd tæki hverskonar og samfélagsmiðlar. Samkvæmt Gartner er mikilvægt fyrir fyrirtæki að greina og nýta þessi gögn en gríðarmikil áskorun er að sía út þau gögn sem skipta máli úr gagnaflóðinu og mun sú vinnsla kalla á aukna afkasta og reikningetu.Snjallvélar
Gartner vekur athygli á hugtakinu „Smart Machines“ – sem kannski ætti þýða sem snjallvélar á íslensku en þetta hugtak vísar til hug- eða vélbúnaðar sem lærir á umhverfi sitt og tekur sjálfstæðar ákvarðanir. Dæmi um þetta eru sjálfkeyrandi bílar, vélmenni og hugbúnaður eins og Siri frá Apple eða Cortana frá Microsoft sem má í raun kalla einkaritara í snjallsímum. Að mati Gartner gæti hér á ferðinni verið ein mikilvægasta þróunin í upplýsingatækni í dag.
Framþróun skýjaþjónustu
Skýjatæknin heldur áfram að þróast og samkvæmt Gartner verður áherslan á að skila efni og hugbúnaði til notenda óháð þeim tækjum sem eru nýtt á hverjum tíma. Jesper Ritsmer Stormholt sem stýrir Google for Work á Norðurlöndunum fjallaði einmitt um þetta efni á Haustráðstefnunni og lýsti þar á skemmtilegan hátt stefnu Google um skýjalausnir og hvernig þeir hyggjast breyta heiminum til hins betra með nýtingu slíkra lausna á sviði viðskipta, menntunar og hjá hinu opinbera.Upplýsingaöryggi
Öryggi gagna og hugbúnaðar er lykill að skilvirkri framþróun í upplýsingatækni en samkvæmt Gartner verða fyrirtæki að beita sértækum og háþróuðum aðferðum og hugbúnaði við áhættumat og öryggisvarnir. Á Haustráðstefnu Advania var farið ítarlega yfir stöðu upplýsingaöryggis á Íslandi í fyrirlestri Theódórs R. Gíslasonar.
Af ofangreindu má ráða að árið 2015 verður svo sannarlega spennandi fyrir okkur sem störfum í upplýsingatæknibransanum.