22.4.2015 | Blogg

Allt um tölvuumhverfi í áskrift á mannamáli

advania colors line

Við hjá Advania viljum segja frá lausnum sem geta skilað viðskiptavinum okkar  miklum ávinningi. Dæmi um eina slíka er Advania Business Cloud sem er tölvuumhverfi  í áskrift sem hentar jafnt nýstofnuðum og rótgrónum fyrirtækjum.

Hvað er Advania Business Cloud

Advania Business Cloud er gott dæmi um svokallaðar skýjalausnir. Með því að vera með Advania Business Cloud í áskrift má til dæmis gera eftirfarandi: 
  • Hýsa hugbúnað á borð við Microsoft Office, tölvukerfum, gögn og vefjum fyrirtækis
  • Auðvelt að setja upp þróunarumhverfi fyrir hugbúnaðargerð
  • Halda utan um aðgang notenda að tölvukerfum og hugbúnaði fyrirtækisins
  • Auka afkastagetu tölvukerfa og hugbúnaðar hratt og þannig mæta sveiflum í eftirspurn á þess að það þurfi að kaupa dýran tölvubúnað
Það gleður fjármálastjóra landsins eflaust að með því að nýta Advania Business Cloud tölvuumhverfið færist stór hluti af kostnaði við tölvumál úr föstum kostnaði yfir í breytilegan kostnað.  Áskrift að Advania Business Cloud tölvuumhverfinu dregur verulega úr þörf fyrirtækja að kaupa dýran tölvubúnað en eykur sveigjanleika og afkastagetu mikið. 
 

Þjónusta og sérstaða Advania 

Advania er stærsti samstarfsaðili Microsoft hér á landi og fékk mikla viðurkenningu á liðnum vetri þegar Microsoft bauð Advania, einu fyrirtækja á íslenskum markaði (og eitt af 150 í heiminum), þátttöku í sérstökum hópi samstarfsaðila sem fær, með beinni aðkomu Microsoft, að setja Azure pack upp í gagnaveri sínu hérlendis. Íslenskum fyrirtækjum býðst því að leigja aðgang að Advania Business Cloud tölvuskýi Advania án þess að fara út fyrir landsteinana með gögn eða tölvukerfi. Þannig er mikilvægri hindrun fyrir því að íslensk fyrirtæki nýti sér tölvuumhverfi í áskrift á borð við Advania Business Cloud rutt úr vegi og mikil tækifæri til hagræðingar opnast. Þá eru gæði umhverfisins sérstaklega vottuð af Microsoft auk þess sem verðlagningin tekur mið af verðskrá Microsoft Azure. Hér er því einkar hagstæður valkostur fyrir íslensk fyrirtæki hér á ferð, ekki síst þar sem ekki þarf að hafa áhyggjur af erlendu niðurhali með tilheyrandi kostnaði. 


Veldu innlendan samstarfsaðila

Fyrirtæki og stofnanir hins opinbera njóta verulegs ávinnings af því að nýta sér Advania Business Cloud hjá innlendum þjónustuaðila með innlendri hýsingu:
  • Sértækar reglur eða lög sem hafa áhrif á markaðinn eða ákveðnar atvinnugreinar sem getur gert aðkomu innlends þjónustuaðila nauðsynlega (t.d. ber fyrirtækjum á fjármálamarkaði að fylgja tilmælum Fjármálaeftirlitsins í þessum efnum og opinberir aðilar hafa einnig ákveðnum skyldum að gegna sem þarf að huga að)
  • Mörg fyrirtæki eru með sértæk kerfi eða séraðlaganir sem sniðnar eru að þeirra þörfum og/eða þörfum markaðarins. Innlendur þjónustuaðili er líklegri til að skilja þessar þarfir og veita viðeigandi þjónustu.
  • Innlendur þjónustuaðili talar saman tungumál og viðskiptavinurinn. Það kemur í veg fyrir misskilning og greiðir fyrir að verkefni klárist með réttum hætti og allri þjónustu 
  • Flest fyrirtæki kjósa reikningsviðskipti umfram kortaviðskipti og þar koma innlendir þjónustuaðilar sterkir inn. Auk þess er meiri sveigjanleiki í viðskiptasambandi við innlendan aðila 

Við hjá Advania veitum alla ráðgjöf um það hvernig best er að nýta kosti lausna á borð við Microsoft Azure hér innanlands. Við hlökkum til að nýta Advania Business Cloud til að skapa ávinning fyrir fyrirtæki landsins.


TIL BAKA Í EFNISVEITU