2.9.2015 | Blogg

Níu mánaða meðganga...

advania colors line
Þegar við hjá Advania, fyrir um níu mánuðum síðan, settumst niður og hófum að undirbúa Haustráðstefnu Advania var markið sett hátt.
Við vildum fara nýjar leiðir – bjóða upp á annað og meira en stendur til boða alla jafna. Hófst þá mikil hugarflugsveisla þar sem allt var látið flakka.

Komdu með í dagsferð til framtíðar

„Barnið fæðist“ á föstudaginn þegar niðurstaðan verður frumsýnd undir yfirskriftinni „Dagsferð til framtíðar“. Við hefjum ferðina í hinum glæsilega Eldborgarsal Hörpu þar sem nokkrir afbragðs fyrirlesarar sýna okkur tækniafrek sem eiga vel heima í vísindaskáldsögu en eru þegar orðin að raunveruleika. Já þarna fyrir hádegi fáum við semsagt innsýn í það hvernig lent er á halastjörnu, hlut sem þýtur um útgeim á allt að 135 þúsund km hraða, hvernig má gera sjálfkeyrandi bíla að veruleika og hvernig íslenskt fyrirtæki er að gjörbreyta til hins betra, lífi þeirra sem misst hafa útlimi með hjálp tölvutækninnar. 

Hvernig skilja tölvur orð og myndir?

Að því loknu stíga sérfræðingar á stokk sem segja okkur frá því hvað tölvurisar eins og Google vita mikið um okkur og hvernig kenna má tölvum að skilja og vinna með orð og myndir. Mannlegi þátturinn er ekki langt undan og ég hlakka sérstaklega til að heyra í þeim Rakel Sölvadóttur og Ólínu Helgu dóttur hennar, sem kallar sig Tech Olina á netinu. Þær mæðgur segja frá reynslu tveggja kynslóða kvenna að því að starfa í upplýsingatækni og ná þar langt. Við ljúkum dagskránni fyrir hádegi á nýsköpunarnótum en þá spjalla þeir Gestur G. Gestsson forstjóri Advania, og Jón Tetzchner frumkvöðull og stofnandi Vivaldi vafrafyrirtækisins, um nýsköpun og áhrif upplýsingatækni á viðskiptalífið. 

Farðu alla leið

Eftir hádegi má velja úr 19 fyrirlestrum á þremur fyrirlestralínum. Mín persónulega dagskrá lítur svona út: 

12.30 - 12.55 - Silfurberg A
Áskoranir við stjórnun á stafrænni öld
Dr. Þóranna Jónsdóttir, deildarforseti viðskiptadeildar Háskólinn í Reykjavík

13.05 - 13.30 – Silfurberg B
Hópfjármögnun er bylting í nýsköpun
Ingi Rafn Sigurðsson, stofnandi Karolina Fund

13.40 - 14.05 – Silfurberg B
Strimillinn - Frá eggi til unga
Hugi Þórðarson, forritari og stofnandi / Programmer and Founder Strimillinn

14.35 - 15.00 – Silfurberg A
Samhentir starfsmenn og nútímalegir starfshættir er lykillinn að árangri í stórum upplýsingatækniverkefnum
Skúli Eggert Þórðarson, Ríkisskattstjóri

15.10 - 15.35 - Silfurberg B
Hvernig eykur samstarf í ferðaþjónustu sölu og framleiðni? Hver verður þróunin á næstunni?
Hjalti Baldursson, framkvæmdastjóri/CEO, Bókun

15.45 - 16.10 – Silfurberg B
Er frumkvöðlastarf í rótgrónum fyrirtækjum yfirhöfuð mögulegt?
Einar G. Guðmundsson, Arion banki

...og ekki er allt búið enn
Ég er reyndar líka mjög spennt fyrir öryggisfyrirlestrunum frá Dell SecureWorks og Raythen | Websense, en báðir þessir samstarfsaðilar okkar eru í fremstu víglínu í baráttunni gegn tölvuglæpum. Okkur veitir víst ekki af meiri vitneskju í þeim efnum. Í báðum fyrirlestrum verður gefið greinargott yfirlit um þann, oft á tíðum hrollvekjandi vanda sem er að etja við á þessu sviði og lýsa úrræðum og lausnum.

Vertu með á samfélagsmiðlum

Það er hinn skeleggi Gísli Marteinn Baldursson sem stýrir ráðstefnunni fyrir hádegi, en hann á sömuleiðis lokaorðin.

Að síðustu vil ég biðja þá sem koma á þessa árshátíð upplýsingatækninnar að taka virkan þátt á samfélagsmiðlum með því að merkja innlegg og spurningar til fyrirlesara á samfélagsmiðlum með #Advania. 

Hlakka til að sjá þig á Haustráðstefnu Advania!

 
TIL BAKA Í EFNISVEITU