16.3.2016 | Blogg

Rétt nýting upplýsingatækni

advania colors line

Hvert sem litið er má sjá að upplýsingatæknin er á fleygiferð. Þjóðfélagið breytist hratt og nútímamaðurinn gerir aðrar og talsvert meiri kröfur til þjónustu og kerfa en þekktist aðeins fyrir örfáum árum. Við viljum fá aðgang samstundis að nýjustu og fullkomnustu lausnum hverju sinni og greiða einungis fyrir þær fast og fyrirsjáanlegt gjald byggt á okkar notkun. Hvort sem um er að ræða tónlist, kvikmyndir, rafmagn eða samgöngur þá eru einstaklingar nú orðnir vanir því að geta nálgast þjónustu með þessum hætti. 

Allir eru ferðinni

Fyrirtækjaumhverfið er á sömu vegferð. Fólk gengur (og því miður jafnvel ekur) um með litlar tölvur í lófanum og sinnir erindum dagsins á fleygiferð. Ef við lítum í kringum okkur sjáum við ótal dæmi þess hvernig hlutirnir eru að breytast á vinnustöðum. Hinn fasti 9-5 vinnudagur er horfnn hjá flestum. Það er afar líklegt að við vinnum reglulega í skjölum eða sendum tölvupóst vegna vinnunar heima hjá okkur. Einhverjir hafa eflaust tekið þátt í fundi eða verkefni án þess að vera á sama landssvæði eða jafnvel í sama landi og aðrir þátttakendur. 

Upplýsingatæknistjórum er vandi á höndum

Nútíma tækni gerir okkur kleift að sinna verkefnum okkar nánast hvar og hvenær sem er. Flest viljum við að nýta þessa tækni til fullnustu. Yngra fólk sem í dag kemur inn á vinnumarkaðinn dregur vagninn og gerir miklar kröfur á starfsumhverfi sitt. Allt er þetta frábært og ætti að vera mikið gleðiefni fyrir okkur sem starfsmenn og stjórnendur fyrirtækja. En á sama tíma og stjórnendur vilja skapa fólki sínu gott vinnuumhverfi er þeim hins vegar mikilvægt að tryggja öryggi upplýsinga. Flestir vilja svo lágmarka kostnað við reksturinn og horfa gjarnan til nýtingar upplýsingatækninnar í því samhengi. Og með allar þessar kröfur á herðunum er nú mörgum upplýsingatæknistjóranum vandi á höndum. 

Upplýsingatækni verður að veituþjónustu

Hjá Advania er eins og víðar hafin sú vegferð að bjóða upplýsingatæknilausnir og -þjónustu líkt og um veituþjónustu sé að ræða. Kostirnir við þetta eru fjölmargir. Þetta þýðir t.d. að hægt er að skala rekstur í takt við þarfir hverju sinni og borga einungis fyrir notkunina. Að auki gerir þetta fyrirtækjum kleift að einbeita sér að kjarnastarfsemi sinni og bæta þjónustu við viðskiptavini, á meðan aðilar með sérþekkingu á upplýsingatækni sjá um rekstur upplýsingakerfa og -lausna.  


Spennandi morgunverðarfundur næstkomandi föstudag

Í „vopnabúri“ okkar höfum við m.a. eftirfarandi lausnir sem hjálpa þeim sem bera ábyrgð á upplýsingatæknimálum að standast kröfur notenda og viðskiptavina um sveigjanleika, aðgengi og afkastagetu:  

  • Hugbúnaður í áskrift – TOK og NAV fyrir bókhaldið og Office 365 fyrir skrifstofuna 
  • Tölvukerfi í áskrift– Advania Business Cloud fyrir þá sem vilja nýta sér Microsoft lausnir og Advania Open Cloud sem vilja byggja á Linux umhverfi 
  • Skrifstofupakkar í áskrift - Office pakkann, gagnahýsingu, tölvupósta, samskiptaforrit og alla þjónustu má nú nálgast í áskrift þar sem greitt er fast gjald pr. notanda. 
  • Tölvubúnaður sem má fjármagna á hagkvæman hátt og greiða fyrir með föstu mánaðargjaldi 

 
 

TIL BAKA Í EFNISVEITU