3.11.2017 | Fréttir

Advania blæs nýju lífi í vef hjúkrunarfræðinga

advania colors line

Veflausnasvið Advania hefur undanfarið unnið að nýjum og endurbættum vef Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og er vefurinn nú kominn í loftið.

Félagið hafði áður haldið úti vef í 10 ár sem var farinn að kalla á nokkuð róttækar breytingar til að mæta vefnotkun nýrra tíma. Nýi vefurinn tekur mið af nýjustu kröfum um útlit og notendavænleika og lagar sig að ólíkum skjástærðum. Haft var að leiðarljósi að bæta aðgengi notenda að þjónustu og upplýsingum.

Vefurinn er einn af fyrstu viðkomustöðum þeirra sem leita upplýsinga um allt sem viðkemur hjúkrun og þarf sem slíkur að geta miðlað upplýsingum á mjög ólíku formi eftir efni.

Almenn ánægja var með verkefnið meðal hjúkrunarfræðinga og viljum við óska þeim innilega til hamingju með nýjan, fallegan og notendavænan vef. 

TIL BAKA Í EFNISVEITU