10.10.2018 | Fréttir

Advania smíðar nýja skipaskrá

advania colors line
Advania hefur verið falið að smíða nýja skipaskrá fyrir Samgöngustofu. Nýja kerfið á að sameina sjálfa skipaskrána sem heldur utanum upplýsingar um stærð og staðsetningar skipa, og lögskráningu sjómanna á skipum með upplýsingum um hvern skipverja.

Nýja skipaskráin hefur fengið nafnið Skútan og er áætlað að hún verði komin í gagnið í ágúst 2019. Hún á að sameina tvo mikilvæga leitar- og skráningagagnagrunna sem notaðir eru af starfsmönnum Samgöngustofu. Með því að sameina gagnagrunnanna í einn næst hagræðing sem einfaldar vinnubrögð og sparar tíma.

Advania var hlutskarpast í útboði Ríkiskaupa á verkinu.
TIL BAKA Í EFNISVEITU