18.6.2019 | Fréttir

Upplýsingatækni Varðar efld

advania colors line
Vörður tryggingar hafa falið Advania að hýsa og reka upplýsingakerfi fyrirtækisins. Í því felst að Advania annast uppitíma kerfanna, bætir öryggi og tryggir stöðugleika í rekstri þeirra.


Með samstarfinu hefur Vörður aðgang að þekkingu og þjónustu rúmlega 200 sérfræðinga Advania á sviði hýsingar og rekstrar. Advania hefur fjárfest gríðarlega í innviðum og þekkingu undanfarin ár til að geta boðið fyrirtækjum framúrskarandi þjónustu á þessu sviði.

Með því að útvista hýsingu og rekstri upplýsingakerfanna til Advania gefst Verði aukið svigrúm til að einbeita sér að sinni kjarnastarfsemi. Markmiðið er að mæta þörfum viðskiptavina Varðar betur og geta brugðist hratt við óskum þeirra.

„Vörður er framsækið fyrirtæki á tryggingamarkaði og það er spennandi að eiga í samstarfi við slík fyrirtæki,“ segir Sigurður Sæberg Þorsteinsson framkvæmdastjóri rekstrarlausna Advania.

Mynd: Sverrir Scheving Thorsteinsson forstöðumaður upplýsingatæknideildar Varðar og Sigurður Sæberg Þorsteinsson framkvæmdastjóri rekstrarlausna Advania undirrituðu samkomulag fyrirtækjanna.
TIL BAKA Í EFNISVEITU