24.6.2021 | Fréttir

Advania stækkar í Finnlandi

advania colors line


Advania hefur fest kaup á finnska fyrirtækinu Beveric sem sérhæfir sig í skjalastjórnunarlausnum og ráðgjöf á sviði upplýsingatækni. Starfslið Advania í Finnlandi hefur því fengið öfluga viðbót sérfræðinga Beveric og getur veitt viðskiptavinum sérhæfðari þjónustu.

Advania steig sín fyrstu skref inn á finnskan markað með kaupunum á Vintor árið 2019. Síðan hefur starfsemi Advania vaxið og eflst í Finnlandi, ekki síst eftir kaupin á Accountor ICT í upphafi síðasta árs. Með kaupum á Beveric bætist enn í lið sérfræðinga Advania í landinu og eru þeir nú um 80 talsins.

Advania veitir viðskiptavinum sínum um öll Norðurlönd, alhliða þjónustu og ráðgjöf um upplýsingatækni. Með liðsauka Beveric breikkar þjónustu- og vöruframboð Advania enn frekar. 

Nánar má lesa um kaupin og sameiningu fyrirtækjanna hérTIL BAKA Í EFNISVEITU