10.11.2021 | Fréttir

Verðmætasköpun með Power BI

advania colors line

Með aukinni tækni hafa fyrirtæki byrjað að geta safnað gögnum um alla hluti rekstursins. Flest fyrirtæki safna gögnum en það skiptir máli hvernig unnið er með þau.

 

Jón Ólafur Guðmundsson hugbúnaðarsérfræðingur Advania, skrifar: 

 

Fyrirtæki hafa alla tíð safnað gögnum um viðskiptavini sína að einhverju leyti. Fyrst um sinn voru það bara athuganir í verslunum þar sem skoðað var hvað kúnninn var að kaupa og hvenær. Þær athuganir voru síðan notaðar til þess að ákvarða auglýsingaherferðir, innkaupastefnu, uppsetningu búða og fleira. Erfitt var að greina hvort ákvarðanirnar voru réttar eða rangar þar sem erfitt var að sannreyna þær með einhverjum áþreifanlegum ávinningi. Þegar hægt var að geyma upplýsingar rafrænt tók gagnasöfnun risa skref fram á við.

Með aukinni tækni hafa fyrirtæki byrjað að geta safnað gögnum um alla hluti rekstursins. Flest fyrirtæki safna gögnum en það skiptir máli hvernig unnið er með þau. Gagnasöfnun er einungis fyrsta skrefið í ferlinu en gögn skapa engin verðmæti ef ekki er unnið með þau. Verðmætasköpunin á sér stað við gagnagreiningu, hún getur stutt ákvarðanir með því að sýna sjónrænt hvað sé að skila árangri og hvað ekki.

Allar helstu spurningar sem koma að rekstri er hægt að svara með greiningu á gögnum.

En til þess að svara þessum spurningum þurfum við ákveðin tól til að vinna með.

Eitt af þeim tólum er Power BI.

Power BI er hluti af Microsoft samsteypunni en Microsoft er þekkt fyrir að vera leiðandi á markaðnum á mörgum sviðum og er Power BI enginn undantekning. Power BI var fyrst aðgengilegt árið 2011 undir nafninu Project Crescent sem síðar var breytt í Power BI árið 2013. Það var fyrst aukaefni sem var tengt við Excel en sökum vinsælda var farið í þróun að gera Power BI að sjálfstæðu tóli. Power BI er búið að vera í stöðugri þróun síðan 2011 og hefur fengið verðlaun fyrir að vera markaðsleiðandi á sínu sviði frá tæknifyrirtækinu Gartner.

Power BI Desktop er frítt og aðgengilegt fyrir alla. Power BI Desktop er tól sem getur lesið inn gögn, hreinsað þau, breytt þeim og svo loks birtir þau myndrænt. Power BI tekur Excel á næsta stig þegar kemur að sýna gögn myndrænt, hægt er að velja um 26 gröf sem gefa aukna innsýn í gögnin en að auki er hægt að sækja ótal fleiri gröf á veraldarvefnum. Það að koma gögnum á myndrænt form einfaldar fyrir öðrum að skilja upplýsingar og auðveldar upplýsingaflæði.

Óháð hvar gögnin eru geymd á Power BI ekki í neinum vandræðum að sækja þau. Power BI getur tengst yfir 70 mismunandi gangalindum sem geta verið af öllum hætti, hvort sem það er Excel skjal, SQL gagnagrunnur, Azure Blob geymsla eða Sharepoint mappa. Hægt er að sækja gögn úr vöruhúsi gagna, t.d. Jet Analytics, þar sem tengingar milli mismunandi gagnalinda eru settar saman. Þannig er hægt að búa til skýrslu úr gögnum frá Business Central, Dynamics 365 og fleiri gangasöfnum.

Þegar búið er að tengjast gögnunum getur er hægt að skapa skýrslu algjörlega eftir þínu höfði. Hér fyrir neðan sérðu einfalda skýrslu og hvernig hann/hún þræðir í gegnum skýrsluna.

Hægt er að deila skýrslunum sem búið er til með samstarfsfélögum að kostnaðarlausu til að skoða. Hins vegar ef þau eiga sjálf að þræða í gegnum skýrsluna, aðlagað síur, borað (e. Drillthrough) í gögnin, niðurhalið gögnum o.fl. þurfa þau Power BI Pro leyfi. Með Power BI Pro verða öll gögn aðgengileg hvar sem er hvenær sem er fyrir einungis 9,99$ á mánuði.

 

Með Power BI Pro leyfi er hægt að birta skýrsluna í Power BI Services sem er skýja lausn Microsoft fyrir Power BI skýrslur. Þar er hægt að búa til vinnusvæði (e. Workspace) fyrir t.d. fjárhag, birgðahald, framleiðslu og fleira sem er síðan deilt áfram á viðeigandi aðila. Power BI Services er lausn þar sem hver sem er getur skoðað skýrsluna af netinu ef þeim er gefin aðgangur.

Í Power BI getur þú tekið hrá gögn, unnið með þau, birt skýrslur og gert þær aðgengilegar á öllum tækjum. Þú getur skapað tækifæri fyrir aðra til að taka mun upplýstari ákvarðanir þar sem þú skapar ákveðna innsýn inn í reksturinn og eykur einnig gagnsæið.

Advania býður upp á Power BI grunnnámskeið mánaðarlega þar sem allir eru velkomnir.

Næstu námskeið:

16. og 17. nóvember: Power BI fyrir byrjendur - Fjarnámskeið

23. og 24. nóvember: Power BI fyrir lengra komna - Fjarnámskeið

30. nóvember og 1. desember: Power BI fyrir byrjendur - Fjarnámskeið

TIL BAKA Í EFNISVEITU