Náið Microsoft samstarf
Stærsti kosturinn við að Microsoft hýsi og reki kerfið í skýinu er að útgáfur viðskiptavina eru uppfærðar mánaðarlega með minniháttar útgáfum og stærri útgáfum amk tvisvar sinnum á ári. Meðfram þessu hefur Advania lagt mikið upp úr því að færa sínar sérlausnir upp í AppSource, sem eru þá vottaðar af Microsoft, þannig að viðskiptavinir geti sótt íslenskar viðbætur í kerfið sitt, sem uppfærist einnig reglulega yfir árið, meðfram Business Central kerfinu.
Advania hefur átt í frábæru samstarfi við Microsoft, ekki síst tæknifólkið sem hefur komið að okkar lausnum og í sumum tilfellum hefur Microsoft gert breytingar á sínum kerfum svo þau styðji okkar viðskiptavini.