Lausnir fyrir fjarvinnu
Það hefur aldrei verið auðveldara að vinna heima. Advania býður upp á fjölmargar lausnir til að stuðla að öflugri samvinnu fólks óhað staðsetningu þess.
Öflug samvinna með Microsoft Teams
Microsoft Teams er öflugt samvinnu- og samskiptatól sem hjálpar við skipulag hópa og verkefna, heldur utan um fundarboð, dagatöl, skjölun og margt fleira.
Hægt er að hringja í aðra Teams notendur í gegnum öflugt mynd- og hljóðsímtalakerfi þess. Hægt er að tengja hin ýmsu forrit við Teams og eru möguleikarnir því endalausir.
Réttur búnaður skiptir höfuðmáli
Búnaður til að vinna á heima
Advania býður upp á mikið úrval endabúnaðar. Við erum sölu- og umboðsaðili DELL á Íslandi en bjóðum einnig upp á búnað frá mörgum varlega völdum birgjum. Til dæmis Jabra, Microsoft, Logitech og fleirum.
Lausnir fyrir fjarfundi
Aukin áhersla er á það í íslensku atvinnulífi að búa starfsfólki tækifæri til þess að reka fjarfundi með skilvirkum hætti.
Advania býður upp á ráðgjöf og breytt úrval lausna frá leiðandi framleiðendum fyrir fundarherbergi
Leiga á hentugum búnaði
Ef þörf er á tölvubúnaði í takmarkaðan tíma, býður Advania upp á leigu á honum. Þannig er hægt að spara sér meiriháttar fjárfestingar ef starfsfólk þarf skyndilega að vinna fjarvinnu í stuttan tíma.
Rafrænar undirskriftir spara sporin
Öruggur gagnaflutningur með Signet Transfer
Signet Transfer tryggir öruggan gagnaflutning. Sendandi og viðtakandi auðkenna sig með rafrænum skilríkjum. Lausnin er meðal annars notuð af sjúkrastofnunum og öðrum stofnunum sem vinna með viðkvæm gögn. Fyllsta öryggis er gætt með dulkóðun og verndun persónuupplýsinga.
Áhyggjulaus heima með Cisco AnyConnect
AnyConnect VPN einfaldar öruggt aðgengi og veitir það öryggi sem er nauðsynlegt til að hjálpa fyrirtækinu þínu að vera öruggt og verndað.