Afritun

Afritun í áskrift

Við bjóðum fjölbreytta og  trausta afritunarþjónustu í samstarfi við hug- og vélbúnaðarframleiðendur sem hafa áratuga reynslu af gagnavörslu. Gögnin eru síðan vistuð í gagnaverum okkar á Íslandi. 

Hjá okkur færðu reglubundna afritun á netþjónum, gagnagrunnum, skýjaumhverfum, útstöðvum og Office 365. Við gerum endurheimt glataðra gagna einfalda, örugga og skjótvirka. Við bjóðum lausnir sem henta einstaklingum sem og stórfyrirtækjum. 
veeam_logo_2017.png
veeam2.png

Veeam

Stærsta áskorun fyrirtækja í dag þegar kemur að gögnum er að tryggja að þau séu ávallt aðgengileg á sem einfaldastan hátt, innan sem utan veggja fyrirtækisins.  Stjórnendur þurfa að hafa skýra framtíðarsýn þegar kemur að meðhöndlun gagna og þeim breytingum sem felast í  nýrri tækni.  Veeam CloudConnect er gagnageymsla í skýinu fyrir þá sem nota Veeam afritunarkerfið.   Með Veeam CloudConnect getur þú geymt afrit af sýndarumhverfi þínu í gagnaveri Advania, en þangað eru gögnin flutt dulkóðuð og geymd með öruggum hætti.  Advania er as a Service þjónustuaðili og veitir ýmsar þjónustur með hugbúnaði frá Veeam. Við ráðleggjum þér hvaða lausnir henta best og aðstoðum með ferilinn frá upphafi til enda.

Veeam® Availability Suite

Veeam® Availability Suite ™ sameinar leiðandi öryggisafritun, endurheimtun og afritunargetu Veeam Backup & Replication ™ með háþróaðri eftirlits-, skýrslu- og áætlanagerðarvirkni Veeam ONE ™. 

Veeam Availability Suite býður upp á „há-framboð“ á gögnum fyrir allar tegundir vinnuálags úr einni miðlægri vél, sem gerir kleift að endurheimta hugbúnaðarþjónustu og tengd forrit og gögn innan nokkurra sekúndna. 

Með stuðningi við VMware, vSphere og Microsoft Hyper-V, veitir það snjalla meðhöndlun gagna fyrir hvaða forrit, hvaða gögn og hvaða ský sem er. 

Að tapa gögnum er eitthvað sem enginn vill upplifa. Netafritun hefur reynst okkur mjög vel og engar áhyggjur að hafa hvað varðar gagnaöryggi.

Hugi Sævarsson
Framkvæmdastjóri, Birtingahúsið

Afritunarþjónusta Advania

Hvort sem þú þarft öruggt athvarf fyrir gögnin þín eða trausta alhliða afritunarþjónustu þá eigum við lausnina fyrir þig. Samstarfsaðilar okkar eru hug- og vélbúnaðarframleiðendur sem hafa áratuga reynslu af gagnavörslu.

Besta leiðin til að vernda mikilvæg gögn er að vera með vel útfært og skipulagt ferli um afritun gagna. Afritunarþjónusta Advania gerir endurheimt glataðra gagna einfalda, örugga og skjótvirka. Við bjóðum fjölbreyttar leiðir til afritunar sem henta einstaklingum sem og stórfyrirtækjum, hvort sem til stendur að taka afrit af ljósmyndum og persónulegum gögnum eða skjalasafni og sýndarvélaumhverfi alls fyrirtækisins.

Advania er eini platinum vottaði samstarfsaðili Veeam á Íslandi og hefur í gegnum árin leitt fjölda íslenskra fyrirtækja í gegnum breytta högun afritunarkerfa. Við eigum bæði vél- og hugbúnaðarlausnir sem tryggja þér örugga afritun gagna.

Heyrðu í okkur um afritunarlausnir

Vinsamlega fyllið inn í reitina fyrir neðan