Viðskipta­greind (BI)

Viðskiptagreind (Business Intelligence) nýtir verðmæt gögn fyrirtækja úr ýmsum upplýsingakerfum og tekur saman sem gagnlegar upplýsingar í lifandi mælaborðum og greiningarskýrslum. Betri yfirsýn fæst yfir reksturinn.

Spjöllum saman
Látum gögnin tala

Upplýstari ákvarðanir með hjálp gagna

Betri yfirsýn yfir reksturinn

Taktu gagnadrifnar ákvarðanir. Lifandi mælaborð og greiningarskýrslur með lausnum frá Power BI, Targit og Jet Reports.

Sjá nánar

Tilbúin mælaborð

Sparaðu þér sporin með tilbúnu mælaborði ofan á vöruhús gagna á föstu mánaðargjaldi.

Sjá nánar

Vöruhús gagna - Single Source of truth

Öruggari greining gagna, hreinsuð og leiðrétt gögn á einum stað. Sameining gagna úr mörgum áttum. Lausnir frá Jet analytics og TimeExtender.

Sjá nánar

Sérsniðnar lausnir

Sérfræðingar okkar geta hannað sérsniðin mælaborð og smíðað vöruhús gagna eftir þínu höfði.

Spjöllum saman
taktu gagnadrifnar ákvarðanir

Réttar ákvarðanir með réttu tólunum

Power BI

Microsoft Power BI er það greiningartól sem er í hvað mestri sókn um þessar mundir. Power BI auðveldar stjórnendum og greinendum að smíða greiningar ofan á gögn fyrirtækisins. Hægt er að útbúa myndræn og gagnvirk mælaborð og deila þeim á þægilegan máta með notendum. Slíkt gefur góða innsýn í rekstrarumhverfi fyrirtækisins og getur oft leitt í ljós óvænta möguleika til þess að auka forskot.

Ráðgjafar Advania í viðskiptagreind hafa mikla reynslu af innleiðingum á Power BI og hafa aðstoðað bæði innlend og erlend fyrirtæki á þessu sviði.

Jet Reports

Jet Reports er samþætt við Dynamics NAV og Dynamics Business Central. Notendur geta sótt rauntímagögn úr kerfunum inn í Excel. Auðvelt er að setja  upp staðlaðar skýrslur, hvort sem er fyrir fjárhag, laun, verkbókhaldsgreiningu eða aðrar greiningar. Jet Reports er sett upp á einum degi sem viðbót í Excel. Notandi getur strax unnið með gögnin og sett upp skýrslur. Notendur sem eru vanir að vinna í Excel og þekkja viðskiptakerfið vel, eru fljótir að finna og sækja þau gögn sem á að greina. Með uppsetningu kerfisins fylgja fimm staðlaðar Jet Reports-greiningarskýrslur frá Advania.

Þær eru:

 • Rekstrarreikningur
 • Rekstrarreikningur samanburður
 • Viðskiptakröfur
 • Viðskiptaskuldir
 • Söluskýrsla

Námskeið framundan

Advania skólinn býður reglulega upp á fjölbreytt námskeið í Power BI. Þau eru af öllum stærðum og gerðum, og henta jafnt byrjendum sem lengra komnum.

Á byrjendanámskeiðunum er farið yfir grunnatriði í uppsetningu á skýrslum og mælaborðum í Power BI, ásamt dreifingu á skýrslum innan fyrirtækis.

Framhaldsnámskeið í Power BI er tilvalið fyrir þá sem hafa lokið byrjendanámskeiði og þá sem hafa einhvern grunn í Power BI. Þar er farið dýpra ofan í möguleikana sem Power BI hefur upp á að bjóða.

Skoða næstu námskeið

TimeXtender

TimeXtender er heildarlausn sem einfaldar fyrirtækjum að draga saman upplýsingar úr mörgum ólíkum gagnasöfnum og gera greiningar á þeim. Með einföldu notendaviðmóti, sjálfvirkni og gervigreind flýtir lausnin fyrir þróun og dregur úr kostnaði við rekstur gagnamarkaða og vöruhúsa gagna. Lausnin er með innbyggðar tengingar við hin ýmsu upplýsinga- og viðskiptakerfi.

Sjálfvirkni dregur úr þeim tíma sem það tekur að gera gögn aðgengileg og framkvæma greiningar á þeim. Hún einfaldar samþættingu og stuðlar að gæði gagna. Sjálfvirk skjölun einfaldar yfirsýn yfir uppruna gagna. TimeXtender auðveldar stjórnendum, í umhverfi þar sem góð yfirsýn og hraði skipta máli, að taka ákvarðanir sem byggja á áreiðanlegum upplýsingum.

Jet Analytics

Jet Analytics býður upp á smíði vöruhúss gagna og gagnateninga eins og Tabular eða OLAP-teninga. Í tólinu er hægt að sækja upplýsingar úr einni eða fleiri gagnalindum til samþættingar. Með Jet Analytics má ná fram sjálfvirkni í vöruhúsi gagna og öðlast fulla stjórn á gögnum fyrirtækisins. Mögulegt er að smíða Power BI-skýrslur ofan á gagnateninga sem eru gerðir með Jet Analytics. Gera má skýrslurnar aðgengilegar öðrum notendum með aðgangsstýringum. Með Jet Analytics fylgja sex gagnateningar ofan á Dynamics NAV og Dynamics Business Central. Þeir vinna vel með Excel, Power BI og öðrum tólum á markaði.

Gagnateningarnir sex eru:

 • Fjárhagsteningur 
 • Söluteningur
 • Birgðateningur 
 • Innkaupateningur 
 • Viðskiptakröfuteningur 
 • Viðskiptaskuldir
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira um þessa vöru? Sendu okkur fyrirspurn.