Straumurinn (X-road)

Advania býður upp á hýsingu og rekstur á netþjónum sem geta átt samskipti um Strauminn (X-Road gagnaflutningslag) hjá Stafrænu Íslandi.

Spjöllum saman

X-Road öryggisþjónar

Þitt eigið umhverfi
Hver viðskiptavinur fær fullkomlega aðskilið og einangrað umhverfi sem samanstendur af eigin sýndarneti og netþjónum.
Þróun, prófun og raun aðskilið
Hver uppsetning samanstendur af þremur X-Road netþjónum svo hægt sé að aðskilja þróun, prófun og raun.
Öryggi
Öryggi er haft í fyrirrúmi með tvöföldu undirlagi á hýsingu, eldvegg, DDoS vörn, öruggri VPN tengingu og eftirliti með stöðu netþjóna.
Stýrikerfi
Öryggisuppfærslur og veikleikaskönnun á Linux stýrikerfi netþjóna.
Skilríki
Uppsetning og endurnýjun útgefna skilríkja á netþjónunum – ásamt vöktun skilríkja til að fyrirbyggja að þau renni út án fyrirvara.
Afritun
Netþjónar eru afritaðir daglega yfir í annað gagnaver og hvert afrit geymt í 90 daga.

Straumurinn X-Road

Straumurinn er gagnaflutningslag sem tryggir örugg samskipti á milli upplýsingakerfa. Þessi þjónusta gerir stofnunum og fyrirtækjum kleift að tengjast Straumnum hjá Stafrænu Íslandi og nýta staðlaðar gagnasamskiptaleiðir í samskiptum við aðrar stofnanir og hið opinbera – á hátt sem eykur hagræðingu í uppsetningu og rekstri

  • Þrír netþjónar > þróun, prófun og raun aðskilin
  • Hýsing aðskilin frá öðrum fyrirtækjum og stofnunum
  • Innbrotavarnir á neti
  • Dulkóðun á tengingum
  • Öflugar aðgangsstýringar
  • DDoS árásavarnir á öllum þjónustum Advania
  • Uppfærslur samkvæmt ströngu breytingaferli Advania
  • Áralöng reynsla af rekstri UT lausna
  • ISO 27001 vottun
  • Uppfyllir allar kröfur frá Stafrænu Íslandi ásamt öryggiskröfum Advania
Spjöllum saman

Öryggi í gagnaflutningum

Advania býður upp á hýsingu á X-Road sem uppfyllir allar kröfur frá Stafrænu Íslandi ásamt öryggiskröfum Advania þ.á.m. ISO 27001 vottun. Netþjónarnir í hýsingu eru fullkomlega aðskilið og einangrað umhverfi frá öðrum fyrirtækjum og stofnunum. Þess að auki eru innbrotavarnir á neti, dulkóðun á tengingum og öflugar aðgangsstýringar í þjónustunni og DDoS árásavarnir á öllum þjónustum Advania.

Spjöllum saman

Fréttir og fróðleikur

Fáðu aukna yfirsýn og taktu upplýstari ákvarðanir með viðskiptagreindarskýrslum. Berglind Lovísa Sveinsdóttir skrifar um H3 gagnavöruhúsið, OLAP tenginga og gagnleg námskeið.
Hvað ef fleiri upplýsingatækniverkefni næðu betri árangri – einfaldlega með því að byrja á fólkinu? Ekki bara á kerfunum, ekki á tólunum – heldur á fólkinu sem á að nota þau, lifa með þeim og leiða breytingarnar sem þau eiga að styðja.
Sveigjanleiki gerir okkur ekki aðeins kleift að styðja starfsfólk okkar heldur skilar sér í aukinni framleiðni, lægri starfsmannaveltu og sterkari tengslum á vinnustaðnum. Þetta er stefna sem sýnir að við leggjum áherslu á fólk, en um leið er hún mikilvæg fjárfesting í framtíð fyrirtækisins. Þegar starfsfólk upplifir raunverulegan stuðning og skilning, verður það ekki aðeins ánægðara heldur leggur sitt af mörkum með meiri ástríðu og skuldbindingu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Sendu okkur fyrirspurn og við höfum samband um hæl.