Blogg - 20.1.2016 09:44:00

Álagsárásir (DDoS) og varnir gegn þeim

Nýtt myndband um álagsárásir, afleiðingar þeirra og hvernig fyrirtæki og stofnanir geta varið tölvukerfi sín fyrir þeim

Að undanförnu hafa opinberar stofnanir og fyrirtæki orðið fyrir barðinu á skæðum álagasárásum, eða svokölluðum DDoS árásum. Það eru til margar tegundir af álagsárásum en í grunninn ganga slíkar árásir út á að óprúttnir aðilar búa til gríðarlega mikla vefumferð sem er til þess fallin að valda of miklu álagi á tölvukerfi eða vefsetur. Þetta verður til þess að viðkomandi þjónusta verður óaðgengileg fyrir notendur og sá sem verður fyrir árásinni verður fyrir tekjutapi eða að orðspor hans bíður hnekki. 

Nýtt myndband um álagsárásir (DDoS árásir) og varnir gegn þeim

Til að varpa frekara ljósi á álagsárásir og varnir gegn þeim bjuggum við til myndband þar sem netsérfræðingar Advania, þeir Daniel Kristinn Gunnarsson og Áki Hermann Barkarson og öryggissérfræðingar Landsbankans, þeir Ægir Þórðarson og Hákon L. Åkerlund fjalla ítarlega um þessi mál. 

Meira um álágsárásir (DDoS árásir)

Matt Mahvi hjá Staminus, sem er samstarfsaðili Advania í DDoS vörnum flytur fyrirlestur á Haustráðstefnu 2014 um vaxandi ógn af DDoS árásum


 
 

 

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.