Nýjasta nýtt - 10.5.2016 11:13:00

Birgir Jónsson leiðir stærsta mannauðslausnahóp landsins

Birgir Jónsson hefur verið ráðinn forstöðumaður mannauðslausnasviðs Advania.


Birgir Jónsson hefur verið ráðinn forstöðumaður mannauðslausnasviðs Advania. Í starfinu mun hann leiða hóp 50 sérfræðinga sem sinna þróun, ráðgjöf, sölu og þjónustu á sviði mannauðslausna en um er að ræða stærstu einingu á Íslandi með þessa sérhæfingu. 

„Hópurinn sem ég kem inn í er gríðarlega öflugur og lausnaframboðið sömuleiðis enda er þarna um að ræða heildarlausnir á sviði mannauðsmála“ segir Birgir. „Tækifærin sem við stöndum frammi fyrir eru fjölmörg og spennandi, og það verður án nokkurs vafa gaman að tækla þau með hópnum.“

Birgir hefur að mestu starfað að verkefnum sem tengjast umbreytingum, endurskipulagninu og uppbyggingu, og er þeirrar skoðunar að mannauðsmálin séu lykillinn að góðum árangri í slíkri vinnu. 

„Það að hafa öflug kerfi til að halda utan um og bæta virði mannauðsferla er gríðarlega mikilvægt í öllum nútíma fyrirtækjarekstri“ segir Birgir. „Við erum með frábærar lausnir og margt spennandi í bígerð og ég er virkilega spenntur fyrir áframhaldinu.“ 

Ferill Birgis er fjölbreyttur, en hann hefur gegnt stjórnunarstörfum hjá fyrirtækjum á borð við Íslandsbanka-FBA, Össur, Iceland Express, Infopress Group, Odda og Wow air. Hann er auk þess mörgum kunnugur sem trommari Dimmu, einni bestu þungarokkshljómsveit sem Ísland hefur af sér alið. Hann er 43 ára gamall og hefur búið og starfað í London, Hong Kong, Búdapest og Búkarest. Hann er giftur Lísu Ólafsdóttur, verslunareiganda, og saman eiga þau fjóra syni. 

„Birgir er hæfileikaríkur maður og þá er ég ekki bara að vísa til trommuhæfileikanna heldur er þarna um að ræða mann með mikla reynslu af stjórnunarstörfum sem þekkir mikilvægi þess að nota öflugar mannauðslausnir til að virkja fullan kraft starfsfólks“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi. „Hann kemur sterkur inn og við erum spennt að fá tækifæri til að vinna með honum.“ 
 

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.