Signet undirritanir

Signet er örugg, einföld og fljótleg leið til þess að senda skjöl í undirritun og skrifa undir rafrænt. Allar undirritanir sem framkvæmdar eru í Signet eru fullgildar, rafrænar undirritanir og jafngildar undirritun með penna.

Spjöllum saman
skrifaðu undir nútímann

Sendu og skrifaðu rafrænt undir skjöl

Rafrænar undirritanir fyrir fyrirtæki

Signet team

Er fyrirtækjalausn þar sem sett eru upp teymi fyrir starfsfólk til þess að senda skjöl í undirritun. Sérhvert teymi hefur sameiginlegt vinnuborð. Þannig getur starfsfólk hlaupið í skarðið fyrir hvort annað.

Rafrænar undirritanir fyrir einstaklinga

Signet undirritanir

Auðveld leið til þess að senda skjöl í rafræna undirritun. Notendur geta undirritað skjöl hvar og hvenær sem er með rafrænum skilríkjum. Hvort sem er í síma eða tölvu.

Rafræn eyðublöð

Signet forms

Lausn fyrir þau sem þurfa að láta undirrita eyðublöð eða stöðluð skjöl. Til dæmis samninga, umsóknir og yfirlýsingar. Þjónustan felur í sér að taka á móti eyðublöðum og breyta þeim yfir á gagnvirk form þannig að hægt sé að fylla þau út og undirrita rafrænt.

Að skipta yfir í rafrænar undirritanir er jafn auðvelt og að nota þær

Veldu þá áskrift sem þér hentar. Greitt er fyrir með kreditkorti. Að sjálfsögðu er einnig hægt að fjárfesta í stökum undirritunum sem gilda í þrjá mánuði.

Hægt er að sækja um fyrirtækjaáskrift að Signet með því að hafa samband við sérfræðinga Advania. Áskriftin gerir fyrirtækjum kleift að veita starfsfólki sínu aðgang til þess að senda skjöl í undirritun í umboði fyrirtækisins.

Spjöllum saman

Þjónustuþættir Signet

Signet

 • Senda skjal í undirritun
 • Nota hópa
 • Senda áminningu
 • Sjálfvirkar tilkynningar
 • Tölvupóstssendingar
 • SMS sendingar

Signet team

 • Senda skjal í undirritun
 • Nota hópa
 • Senda áminningu
 • Sjálfvirkar tilkynningar
 • Tölvupóstssendingar
 • SMS sendingar
 • Velja staðsetningu undirritana
 • Microsoft AD tenging fyrir aðgangsveitingu
 • Skjöl send í umboði fyrirtækis
 • Sameiginlegt vinnusvæði
 • Útlit á undirritunarsíðu, tölvupóstum og vinnusvæði sérsniðið að fyrirtæki
 • Senda mörg skjöl í undirritun
 • Hægt að bæta við skoðunaraðila (aðili með lesaðgang)
 • Skilgreina röð undirritanda
 • Senda skjal í undirritun þar sem hver undirritar sitt skjal
 • Notkunarskýrslur
 • Láta skjöl streyma sjálfvirkt í möppur
 • Tenging fyrir SharePoint og OneDrive
allar lausnir á einum stað

Signet lausnafjölskyldan

Signet vörufjölskyldan auðveldar stafræna ferla, svo sem undirritanir, öruggan gagnaflutning, innsiglanir og þinglýsingar.

Sjáðu allar Signet lausnirnar

Signet er hugsað fyrir framtíðina

Öruggt

Signet uppfyllir kröfur reglulegar EU (eIDAS) um rafrænar undirritanir, GDPR og ISO27001. Lausnirnar byggja á rafrænum skilríkjum og er öryggi gagna tryggt.

Þægilegt

Lausnirnar eru einfaldar í notkun og ekki er lengur þörf á að skreppa til þess að undirrita skjöl eða sendast með gögn á milli staða. Þetta er leyst í rafrænum hætti.

Umhverfisvænt

Segðu bless við pappírinn, umslögin, skjalaskápana og póstflutninginn með rafrænum lausnum frá Signet.

Fréttir af rafrænum viðskiptum

Eftir að samkomubann var sett á og fólk fór í stórum stíl að vinna heima, hafa fjölmörg fyrirtæki og stofnanir tekið í notkun rafrænar undirskriftir. Þannig hefur fjöldi mála verið afgreiddur án þess að fyrirtæki og stofnanir fái viðskiptavini í hús til sín.
Húsfélagaþjónustan Eignarekstur sér fram á gríðarlegan vinnusparnað með því að taka upp rafrænu undirskriftarlausnina Signet. Starfsfólk Eignareksturs þarf ekki lengur að sendast með gögn til undirritunar á milli húsfélaga og stofnana því nú eru skjölin undirrituð með öruggum hætti á netinu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira um Signet? Sendu okkur fyrirspurn og við höfum samband um hæl.