Hjá Advania starfa öflugir stjórnendaráðgjafar sem hafa áratuga reynslu af stefnumótun á sviði upplýsingatækni, stafrænni umbreytingu, og hagræðingu á innviðum og innra skipulagi fyrirtækja.

Stjórnendaráðgjafar okkar hafa víðtæka alþjóðlega reynslu af ráðgjöf og nota viðurkennda aðferðafræði á borð við LEAN, Six Sigma og ITIL til að hjálpa þínu fyrirtæki að ná meiri árangri.

Um árabil höfum við veitt haldgóða upplýsingatækniráðgjöf sem byggir á reynslu sérfræðinganna sem hjá okkur starfa. Með stjórnendaráðgjöf Advania getur þú verið viss um að stafræn umbreyting fyrirtækisins þíns og hagræðing innviða er í góðum höndum. 

Við hjálpum þér að ná hámarksárangri og færum þér réttu aðferðafræðina, tólin og lausnirnar sem þarf til að auka skilvirkni í öllu þínu starfi. 

Vantar þig ráðgjöf vegna GDPR ?

Ný löggjöf Evrópusambandsins um verndun persónuupplýsinga (GDPR) kemur til með að setja ríkari kröfur á fyrirtæki um meðferð persónuupplýsinga um starfsfólk, viðskiptavini og aðra viðskiptaaðila.

GDPR tekur gildi 25. maí 2018 en á þeim tíma verða fyrirtæki og stofnanir að hafa gripið til ákveðinna aðgerða og komið á ferlum um meðferð persónuupplýsinga.

Stjórnendaráðgjafar okkar eru reiðubúnir að veita þér allan þann stuðning sem þú þarft til að undirbúa fyrirtækið þitt fyrir gildistöku GDPR og tryggja farsæla vottun. 


Verkþættir sem við hjálpum þér með 

 • Ráðgjöf við hlítingu á persónuverndarlögunum
 • Nauðsynlegar úrbætur á vinnsluskrám
 • Breytingar á ferlum
 • Innleiðing á persónuverndarstefnu
 • Áhættumat og viðbragðsáætlun
 • Tækni- og rekstrarlausnir fyrir skráningar, frávik og upplýsingaöryggi

Sérhæfð ráðgjöf

Við framkvæmum ítarlega greiningu á virðiskeðju fyrirtækisins þíns og hjálpum þér að koma auga á tækifæri til að auka rekstrarhagkvæmni.

Við hjálpum þér að straumlínulaga verkferla og stjórnkerfi, og útbúum skilvirkar aðgerðaáætlanir sem styðja við langtímamarkmið þín.

 • Innleiðing á öryggis- og persónuverndarstöðlum (GDPR)
 • Digital Transformation
 • Greining á stjórnkerfum, verkferlum og virðiskeðju
 • Enterprise Architecture
 • Breytingastjórnun
 • Stefnumótun
 • OPEX rekstrarhagkvæmni

Sérfræðiþekking Advania

Við bjóðum fjölbreyttar lausnir fyrir allar stærðir og gerðir fyrirtækja og hjá okkur starfa hundruðir upplýsingatæknisérfræðinga sem sérhæfa sig í ráðgjöf, innleiðingu, rekstri og þjálfun. Stjórnendaráðgjafar okkar hafa því greiðan aðgang að víðtæku neti sérfræðinga á sviði upplýsingatækni.

Við sníðum þjónustu okkar og lausnir að þörfum hvers og eins. Þjónusta okkar spannar allt frá skammtíma ráðgjöf upp í altækan rekstur á upplýsingakerfum og -umhverfi. Þetta gerum við svo viðskiptavinir okkar geti einbeitt sér að því sem mestu máli skiptir - kjarnarekstri sínum. 

Heyrðu í okkur um Advice stjórnendaráðgjöf

Vinsamlega fyllið inn í reitina fyrir neðan

Rusl-vörn